Sun Conure (Sæmi) – SELDUR!
Sólpáfinn (Aratinga solstitialis) nýtur mikilla vinsælda, enda litfagur og bráðgreindur miðfugl. Hann hefur þokkalega talgetu og mjög auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er húsbóndahollur fugl sem hefur mikla leikþörf og þarf mikið kel. Nokkuð hljóður en getur gefið frá sér hávær köll ef honum leiðist. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar lítið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti, ásamt vítamínum. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/sun_conure.html
Hann Sæmi er 11 ára gamall, taminn sólpáfi, fluttur inn frá Bretandi. Hann er gæfur og góður og hefur gaman af að dúllast og láta klóra sér. Hann hefur verið kyngreindur og er örugglega karkyns! Hann er svolítið gjarn á að láta í sig heyra en aðallega ef hann fær ekki næga athygli. Ef hann fær að vera með þá þegir hann. Notað búr fylgir. Finnst gott að fá ávexti á morgnana áður en hann fær korn, aðallega vínber og epli. Finnst voða gaman að snyrta hár og augabrúnir eiganda síns þegar hann situr á öxl.
Stærð: 30 cm.
Lífaldur: 30-40 ár.
Verð: 60.000 kr með búri - SELDUR!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|