5.390 kr.

Güntersmunnklekjarinn (Chromidotilapia guentheri) er falleg siklíða frá Kamerún í Vestur-Afríku. Báðir foreldrarnir annast seiðin eftir að hrygnan sleppir þeim. Hentar best í hópum í rólegum, gróðurríkum búrum. Geta verið með torfufiskum. Hængurinn er ögn stærri en hrygnan og verður um 16 cm langur. Má halda í pari eða hængur með tveim hrygnum. Skemmtilegur fiskur og litríkur í hrygningu. Hitasig 23-25°C, sýrustig (pH) 6-8 og lífaldur 5-8 ár. Þarf um 200 lítra búr.
Tegund:
Guenther's Mouthbrooder/Cichlid M
Stærð: 4-6 cm.
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Chromidotilapia guentheri M

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg