Phenochilus Hap S
Blái fenóchilusinn (Placidochromis phenochilus) er afar falleg og löguleg afríkusiklíða í sérfiskabúri. Henni lyndir nokkuð vel við aðra af sama kyni og tegund. Ef hrygnur eru til staðar geta hængar orðið grimmir og ráðríkir og viljað helga sér hrygningarsvæði. Hængurinn er fagurblár með sérkennilegum ljósbláum skellum (kemur með aldrinum) en hrygnan litminni og brúnleit með þverböndum, en gerta "blánað" með aldrinum. Þurfa búr með háu sýrustigi og töluverða vatnshörku. Mestu rólyndisfiskar. Verða allt að 25 cm langir.
Tegund: Phenochilus Cichlid M
Stærð: 4-6 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|