African Dung Beetle L

8.590 kr.

Ekki til á lager

SKU: DUBE-L Flokkur:

Afríska mykjubjallan (Scarabaeus zambesianus) er stórmerkileg bjöllutegund sem er mesta þarfa þing í sínu umhverfi. Hún er ein af um 6.000 mykjubjöllutegundum í heiminum en mykjubjöllur finnast alls staðar nema á Suðurskautslandinu. Þær eru ómissandi í náttúrunni við að grafa dýraúrgang í jörðu og þannig hindra sjúkdómssmit frá dýraskít (m.a. hunda), gera ræktarland frjósamt og koma í vega fyrir flugnaplágur. Þær njóta núna hylli sem gæludýr m.a. meðal fræga fólksins og er gaman að fylgjast með þeim sinna starfi sínu. Bjallan getur borið 50 faldan líkamsþunga sinn og þessi tegund nýtir sér meira að segja skautað tunglsljós til að rata og ýta farginu sínu í beinni sjónlínu. Bæði kynin eru vængjuð og geta flogið stuttar vegalengdir. Best er að hafa bjöllurnar í loftræstu en lokuðu búr með sendnu botnlag. Bjallan lifir á dýra- eða fuglaúrgangi. Líka á rotnandi gróður- eða ávaxtaleifum. Bjöllurnar fá yfirleitt allan vökva úr skítnum en annars má hafa grunna vatnsskál með eldhúsbréfi í til að þær drukkni ekki. Botnlagið þarf að vera djúpt því að þær grafa skítinn niður í sandinn í éta hann þar og verpa í honum. Búrið þarf ekki að vera stórt en því stærri því betra. Getur ekki klifrað upp gler. Verða um 4 cm langar og ná allt að 3 ár aldri. Finnast víða í S-Afríku. Þola vel háan hita en ekki kulda. Bíta ekki eða stinga. 

Tegund: African Dung Beetle L
Stærð: 3-4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 2-4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg