Bandi Kribensis M – Wild
Bandi kribban (Wallaceochromis rubrolabiatus) er mjög falleg afrísk smásiklíða sem finnst í Bandii-ánni í Gíneu í V-Afríku. Hún hentar í blönduðum gróðurbúrum með rólegum torfufiskum þar sem hún fær að ráða botninum. Hængurinn verður um 10 cm en hrygnan minni. Bæði geta breytt litarhafti sínu mjög eftir líðan og skarta fögrum litum við hrygningu. Öfugt við aðrar siklíðutegundir reynir hrygnan við hænginn. Þau hrygna inni í hellum eða pottum og gæta hrognanna. Þau líkjast mjög kribbum af ættinni Pelviachromis en eru ákeðnari og aðeins stærri. Villtir!
Tegund: Bandi Dwarf Cichlid M - Wild.
Stærð: 3-4 cm.
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|