Harlequin Macaw (Láka) – SELD!

450.000 kr.

Harlequin eða trúðaarinn (Ara chloroptera/Ara ararauna) nýtur mjög mikilla vinsælda, enda stór og fjörmikill fugl og afar litfagur. Þetta er blanda af grænvængjuðum ara  (Ara chloroptera) og blágulum ara (Ara ararauna). Hann er bráðgreindur og hefur heilmikla talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þessi fugl sameinar það besta úr báðum foreldrunum. Hann hefur stærð og forvitni grænvængjaða arans og leikgleði blágula arans. Þeir þykja skapbestir og prúðastir af öllum stóru örunum. Hann er nokkuð hljóður en getur gefið frá sér mjög hávær öskur ef honum leiðist eða er vanræktur. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, pálmahnetur, eggjafóður og auðvitað grænmeti, ávexti og margs konar mannmat. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/blue___gold_macaw.html og http://www.tjorvar.is/html/green-winged_macaw.html

Láka er sá fyrsti Harlequin araunginn sem fæðist hérlendis. Pabbinn er Tóbías, handmataður grænvængjaður ari, fæddur á Íslandi. Mamman heitir Eva og er innfluttur blágulur ari frá Bretlandi. Hún fæddist 22. júní 2010. Láka talar orðið töluvert þrátt fyrir ungan aldur. Hún kann að rúlla á bakið, leikur sér endalaust, skilur margar grunnskipanir ofl. ofl. Hún er rétt að byrja að narta í mat en fær ungagraut þrisvar á dag. Hún elskar að láta keli við sig og klóra. Er fleyg og kann að fljúga milli manna og lenda. Hún hefur verið kyngreind og reyndist kvk þegar til kom.
Stærð: 90 cm.
Lífaldur: 70-100 ár.
Verð: 450.000 kr. VISA raðgreiðslur í boði til 3ja ára - SELD!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg