Jandaya Conure (Páfi) – SELDUR

80.000 kr.

Jandaya páfinn (Aratinga jandaya) nýtur
mikilla vinsælda, enda litfagur og bráðgreindur miðfugl. Hann hefur
þokkalega talgetu og mjög auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er
húsbóndahollur fugl sem hefur mikla leikþörf og þarf mikið kel. Nokkuð hljóður
en getur gefið frá sér
hávær köll ef honum leiðist. Þarf nóg til að
dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu
þ.e. gott úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Pantanir í síma 699 3344. Nánari
upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/jandaya_conure.html

Hann Páfi er 7 mánaða gamall kyngreindur strákur í leit að góðu heimili. Hann er mesti kelirófa en getur látið heyrast í sér allmikið til að fá athygli. Skrækina er hægt að hafa hemil á með réttu uppeldi - og maður verður nú að fá að láta aðeins heyrast í sér! Páfi á eftir að fá full liti, enda enn ungur að aldri.
Stærð: 30 cm.
Lífaldur: 30-40 ár.
Framboð: handmataður ungi.

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg