L018 Gold Nugget Pleco M (min. 2 pcs)
Gullmola plegginn (Baryancistrus xanthellus) verður um 25-30 cm langur. Hann er gullfallegur, gulbrúnn með áberandi gylltum doppum. Þótt L018, L081, L081n og L177 séu allir taldir til sömu tegundar hefur þeim verið úthlutað mismunandi L-númerum vegna þess að þeir eru mislitir. Allir Baryancistrus xanthellus koma frá Rio Xingu og þverám þess. Hægt er að greina fjögur litaafbrigði: L018, „gullmolinn“, hefur tiltölulega stóra bletti, hann kemur úr meginfljótinu. L081 hefur aftur á móti mun minni punkta og finnst líka ásamt L18 í meginfljótinu. L177 er með stærstu punktana og fiinnst í Rio Iriri þveránni. Nýlega hefur fundist afbrigði sem líkist L081 hvað varðar doppustærð en hefur mun breiðari litaband í bakugganum og sterkari gulan lit. Þar sem ekkert L-númer er tiltækt fyrir þetta afbrigði enn þá er það kallað L081n „New Stardust“ („n“ stendur fyrir „nýtt“). Ekki er vitað nákvæmlega um uppruna þessara fiska, aðeins að þau eru líka sögð koma úr Xingufljóti.
Tegund: Golden Nugget Pleco M (Baryancistrus xanthellus)
Flokkun: L018
Stærð: 6-8 cm
Lágmarkspöntun: 2 stk
Einingarverð: 10.690 kr
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|