Pachnoda flaviventris

3.690 kr.

SKU: ANIIN2302 Flokkur:

Ávaxtaýflan (Pachnoda marginata peregrina) er falleg bjöllutegund frá S-Afríku. Bæði kynin eru vængjuð og geta flogið stuttar vegalengdir og snúið sér í allar áttir í flugi. Klifra mikið og nærast á ávöxtum, blómablöðum og trjásafa. Best er að hafa bjöllurnar í loftræstu en lokuðu búri með blöndu af beykispæni (20%) og húmus (80%). Gott að hafa grunna vatnsskál með eldhúsbréfi í undir hreint vatn. Botnlagið þarf að vera djúpt því að kvendýrið grefur sig oft niður og tiltölulega auðvelt er að koma upp ungviði en vaxtarferlið tekur aðeins 5 mánuði. Bjallan verður um 2,5 cm á lengd. Hitasvið er 22-28°C. Bjöllulirfur verða allt að 5 cm langar og 1 cm í þvermáli, og henta vel sem fæða fyrir froska og fleiri dýr.

Tegund: Garden Fruit Chafer/African Jewel Beetle
Stærð: 2 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Pachnoda flaviventris | Space for life

Umönnunarleiðbeiningar.

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg