Phyllocrania paradoxa M

8.390 kr.

SKU: ANIIM1301M Flokkur:

Draugabeiðan (Phyllocrania paradoxa) er smávaxin bænabeiða sem líkist mjög skrælnuðu laufblaði í útliti. Finnst í skógum Afríku og Madagaskar. Kvendýrið er ögn stærra en karldýrið eða um 5 cm á lengd. Best er að hafa hana í loftræstu en lokuðu búri með moldarbotnlagi og mosa og plöntum. Kjörhiti er 20-30°C. Raki 60-90%. Þessar beiður má hafa margar saman þar eð þær eru svo pollrólegar að þær éta ekki hverja aðra. Nærast á húsaflugum, fiðrildum og ýmsum öðrum flugum. Má gefa krybbur en ekki sem aðalfæða. Búrið þarf ekki að vera stórt. Geta bitið en það er einungis óþægilegt ekki ekki eitrað. Mis litmiklir og geta breytt aðeins um lit.

Tegund: Ghost Mantis M
Stærð: 3-4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Animals That Mimic Leaves

Umönnunarleiðbeiningar!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg