Solomon Island Eclectus (Logan) – SELDUR!
Solomoneyja eclectusinn (Eclectus solomonensis) er
vinsæll
og sérlega glæsilegur stórfugl. Hann er bráðgreindur og yfirvegaður,
félagslyndur og friðsæll. Karlfuglinn er fagurgrænn með ljósan gogg og
rautt undirvængku. Kvenfuglinn er öllu litfegurri. Hún er blóðrauð með
fjólubláan kvið og svartan gogg. Kynin er reyndar svo ólík að löngum var
haldið að um tvær aðskildar tegundir væri að ræða. Eclectusinn hefur
mjög góða talgetu og er mjög hæfileikaríkur. Hann hefur þann kost að
þetta er ekki rykfugl og minna fjaðurendarnir reyndar á mannshár. Það er
mjög auðvelt að
kenna honum kúnstir. Þetta er
húsbóndahollur fugl sem hefur töluverða leikþörf en mikla nagþörf. Hann
er með mýkri gogg en aðrir páfagaukar af sömur stærð og getur því ekki
brotið harðar hnetur. Hann þarf góða næringu
þ.e. gott úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti í miklu
magni - alveg til jafns á við fræ. Þeim þykir mannamatur góður en það á
EKKI að gefa þeim pellets.
Pantanir í síma 699 3344. Nánari
upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/australasian_parrots__astralas.html
Hann Logan er 2ja ára gamall og fæddist hér á Íslandi. Hann var handalinn. Mjög skemmtilegur og fallegur fugl. Eigandinn er fluttur til útlanda og því er fuglinn falur.
Tegund: Solomon Island Eclectus
Stærð: 37 cm.
Lífaldur: 40 ár.
Framboð: 2ja ára gamall handalinn karlfugl - SELDUR!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|