20.390 kr.

SKU: ANANE1803M Flokkur:

Marmara kambsalamandran (Triturus marmoratus) er falleg græn kambsalamandra með dökkum skellum. Ungviði og kvendýr eru með appelsínugula rák eftir endilöngu bakinu. Karldýrin fá háan skrautlegan kamb eftir öllu bakinu á tímgunartímanum (sjá mynd). Finnst á Íberíuskaga og SV-Frakklandi. Auðveld salamandra sem má halda nokkrum saman í 60 lítra búri. Best er að hafa búrið til helminga vatn og land. Nærast á skordýrum ss. mjölormum, krybbum, möðkum og flugum. Taka einnig hefðbundið fiskafóður eða fóðurtöflur. Nauðsynlegt er að halda vatninu hreinu með tíðum vatnsskiptum og þrífa búrið vandlega á 2-3 vikna fresti til að koma í veg fyrir bakteríumyndun. Geta verið með rólegum froskum og fiskum sem þeir ná ekki að gleypa. Verður um 18-20 cm löng og getur lifað 10-20 ár.
Tegund: Marbled Newt M
Stærð: 3-4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Umönnunarleiðbeiningar!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg