Lutino Red-fronted Kakariki (Glói) – SELDUR!
Lútínó rauðbrýndi kakaríkinn (Cyanoramphus novaezelandiae) er fallegur, hljóðlátur og leikglaður miðfugl. Hann er sífellt að, klár og klókur. Þetta er þægilegur barnafugl sem getur náð að tala. Kakaríkinn er forvitinn að eðlisfari og félagslyndur, hljóðlátur og jarmar eins og kind. Rykar lítið en finnst gaman að dreifa korninu sínu yfir búrbotninn þar sem hann getur rótað í því. Þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja, próteinríkt eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Fæst í nokkrum litarafbrigðum. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/red-fronted_kakariki.html
Hann Glói er 5 ára gamall lútínó rauðbrýndur kakaríki, fæddur hérlendis. Hann er handmataður og fjörmikill fugl. Honum fylgir svart Ferplast Gala ferðabúr (sjá mynd) og stórt grátt Montana búr með dóti (svipað og á mynd). Hann er til sölu vegna breyttra aðstæðna eiganda. Glói braut eða brákaði á sér væng fyrir nokkrum árum og því stendur annar vængurinn aðeins meira upp en hinn en virkar þó vel.
Stærð: 28 cm.
Lífaldur: 15-20 ár.
Verð: 75.000 kr ásamt búrum. - SELDUR!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|